- Heimasíða Þórðar Snær Júlíussonar
- Archive
- Page 2
Archive
Þarf best setta fólk landsins yfir 20 milljarða króna í húsnæðisstuðning?
Heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar á séreignarsparnaði inn á höfuðstól húsnæðislána rennur út um áramót. Alls 34 prósent þeirra rúmlega 80 milljarða króna sem ríkið hefur gefið eftir af skatttekjum framtíðar vegna úrræðisins til þessa hefur farið til ríkustu tíu prósent landsmanna. Á sama tíma hefur 20 prósent upphæðarinnar farið til þeirra 70 prósent þjóðarinnar sem er með lægstu tekjurnar og mest íþyngjandi húsnæðiskostnað.
Það er gott að eiga mikinn pening á Íslandi
Tíu prósent landsmanna eiga 53 prósent af hreinum eignum íslenskra heimila. Sami hópur þénar 70 prósent allra fjármagnstekna í landinu og átti alls 4.850 milljarða króna í eigið fé um síðustu áramót. Sú tala er þó vanmetin, þar sem verðbréf eru ekki metin á markaðsvirði og kvóti ekki á upplausnarvirði. Ef slíkar eignir yrðu seldar fengist miklu meira fyrir þær en bækurnar sýna.
Fyrir hverja er „þetta allt að koma“?
Á meðan að ríkisstjórnin bíður og vonar það besta – vonar að þetta sé allt að koma – þá hækkar vaxtabyrði sífellt fleiri heimila, vanskil færast verulega í aukana og færri peningar eru til staðar í veskinu til að borga fyrir daglegar nauðsynjar.