Við erum öll í þessu saman: Tilkynning um framboð

Ég verð í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum í lok nóvember. Það þarf að byggja upp lífskjör og velferð á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og verðmætasköpunar. Að tala hreinskiptið og af sjálfstrausti um að sú stefna sem rekin hefur verið hér á undanförnum árum, þar sem vöxtur hefur verið á kostnað velferðar, gangi ekki lengur. Það ætla ég að gera. Og vona að þið kjósið mig sem flest til þeirra verka.

Engin bankasala, meiri skuldir og stofnunin sem loksins verður lögð niður

Íslenska ríkið þarf að taka meiri pening að láni vegna þess að það nær ekki að selja hlut í Íslandsbanka fyrir árslok. Það hækkar vaxtakostnað þess um næstum 15 milljarða króna og lengir tímann sem ríkið er yfir skuldareglunni sem þá má ekki vera yfir. Bankasýslan, sem hefur starfað í tvö og hálft ár eftir að tilkynnt var um að leggja ætti hana niður, verður loks lögð niður.

Samfélagið sem almenningur telur að sé á rangri leið

Nýleg könnun sýnir að einungis 17 prósent svarenda töldu íslenskt samfélag vera á réttri leið og að 57 prósent töldu að hlutdeild almennings í þeim arði sem fæst af nýtingu auðlinda á Íslandi væri ranglát. Önnur könnun sýndi að mikill meirihluti landsmanna væri ósáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem methagnaður hefur verið síðustu ár og arð­greiðsl­urnar eft­ir því. Kak­an skipt­ist þannig að um 70 pró­sent sit­ur eft­ir hjá sjáv­ar­út­veg­in­um en 29 pró­sent fer til sam­neysl­unn­ar í gegn­um op­in­ber gjöld.

Archive