Hærri vextir bíta heimilin fast en skila stóru bönkunum sífellt meiri tekjum

Um þrjár af hverjum fjórum krónum sem stóru íslensku bankarnir þrír öfluðu á fyrstu níu mánuðum ársins voru vaxtatekjur af lánum. Þær mynda stóran hluta af hagnaði bankanna á sama tíma og svimandi háir vextir og verðbólga hafa aukið árleg vaxtagjöld heimila um tugi milljarða króna á örfáum árum. Þrátt fyrir að bankaskattur hafi verið lækkaður mikið og mikill árangur hafi náðst í því að lækka rekstrarkostnað banka, er vaxtamunur enn mjög hár. Í stað þess að lækka hann stungu bankarnir þrír ávinningnum af skattalækkuninni í vasann. Þeir notuðu hann til að auka arðsemi sína, og þar með hluthafa sinna.

Eiga hjúkrunarfræðingar ekki að hafa efni á íbúð?

Eitt mikilvægasta málið sem tekist verður á um í komandi kosningum eru húsnæðismál. Þar þurfa kjósendur að vega og meta hvort flokkar búi yfir trúverðugu plani til að leysa þann bráðavanda sem er á markaðnum til skemmri og lengri tíma. Vandinn sem er til staðar er afleiðing af pólitískum ákvörðunum síðustu ára. Nú er rétt að forgangsraða í húsnæðismálum með þeim hætti að íbúðir eigi fyrst og síðast að vera heimili fólks, ekki fjárfestingarvara. Það er sanngirnis- og réttlætismál.

Af skemmtiferðaskipum, nikótínpúðum, nýsköpun og brú yfir Ölfusá

Í fyrirliggjandi bandormi er gert ráð fyrir að auka tekjur ríkissjóðs af komu skemmtiferðaskipa til landsins verulega, hækka verðið á hverri dós af nikótínpúðum um nokkur hundruð krónur og lækka endurgreiðslur til stórra fyrirtækja sem stunda rannsóknir og þróun. Þar er líka tiltekið að ef veggjöld standa ekki undir kostnaði við nýja brú yfir Ölfusá muni ríkið borga það sem upp á vantar.

Archive