- Heimasíða Þórðar Snær Júlíussonar
- Archive
- Page -18
Archive
Garðabær hækkaði skatta til að hætta að reka sig á yfirdrætti
Garðabær var lengi vel það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem rukkaði lægsta útsvarið. Það breyttist nýverið þegar ákveðið var að hækka það myndarlega svo hægt yrði að standa undir auknum verkefnum sem fallið hafa til samhliða vexti. Íbúar Garðabæjar greiða alls um 14 prósent meira í útsvar í ár en þeir gerðu í fyrra.
Hvernig getur yfirdráttur hækkað um 320 milljónir króna á dag?
Hallinn á ríkissjóði jókst um tæpa 18 milljarða á 55 dögum, eða um 320 milljónir króna á dag, frá því að fjárlagafrumvarpið var kynnt í september og þar til að það var endurskoðað nýverið. Ný skýrsla um stöðu efnahagsmála sýnir hvað er að á Íslandi, af hverju kerfin eru ekki að virka og hvernig sé hægt að laga það.
Hærri vextir bíta heimilin fast en skila stóru bönkunum sífellt meiri tekjum
Um þrjár af hverjum fjórum krónum sem stóru íslensku bankarnir þrír öfluðu á fyrstu níu mánuðum ársins voru vaxtatekjur af lánum. Þær mynda stóran hluta af hagnaði bankanna á sama tíma og svimandi háir vextir og verðbólga hafa aukið árleg vaxtagjöld heimila um tugi milljarða króna á örfáum árum. Þrátt fyrir að bankaskattur hafi verið lækkaður mikið og mikill árangur hafi náðst í því að lækka rekstrarkostnað banka, er vaxtamunur enn mjög hár. Í stað þess að lækka hann stungu bankarnir þrír ávinningnum af skattalækkuninni í vasann. Þeir notuðu hann til að auka arðsemi sína, og þar með hluthafa sinna.
Eiga hjúkrunarfræðingar ekki að hafa efni á íbúð?
Eitt mikilvægasta málið sem tekist verður á um í komandi kosningum eru húsnæðismál. Þar þurfa kjósendur að vega og meta hvort flokkar búi yfir trúverðugu plani til að leysa þann bráðavanda sem er á markaðnum til skemmri og lengri tíma. Vandinn sem er til staðar er afleiðing af pólitískum ákvörðunum síðustu ára. Nú er rétt að forgangsraða í húsnæðismálum með þeim hætti að íbúðir eigi fyrst og síðast að vera heimili fólks, ekki fjárfestingarvara. Það er sanngirnis- og réttlætismál.
Af skemmtiferðaskipum, nikótínpúðum, nýsköpun og brú yfir Ölfusá
Í fyrirliggjandi bandormi er gert ráð fyrir að auka tekjur ríkissjóðs af komu skemmtiferðaskipa til landsins verulega, hækka verðið á hverri dós af nikótínpúðum um nokkur hundruð krónur og lækka endurgreiðslur til stórra fyrirtækja sem stunda rannsóknir og þróun. Þar er líka tiltekið að ef veggjöld standa ekki undir kostnaði við nýja brú yfir Ölfusá muni ríkið borga það sem upp á vantar.
Við erum öll í þessu saman: Tilkynning um framboð
Ég verð í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningunum í lok nóvember. Það þarf að byggja upp lífskjör og velferð á grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og verðmætasköpunar. Að tala hreinskiptið og af sjálfstrausti um að sú stefna sem rekin hefur verið hér á undanförnum árum, þar sem vöxtur hefur verið á kostnað velferðar, gangi ekki lengur. Það ætla ég að gera. Og vona að þið kjósið mig sem flest til þeirra verka.
Engin bankasala, meiri skuldir og stofnunin sem loksins verður lögð niður
Íslenska ríkið þarf að taka meiri pening að láni vegna þess að það nær ekki að selja hlut í Íslandsbanka fyrir árslok. Það hækkar vaxtakostnað þess um næstum 15 milljarða króna og lengir tímann sem ríkið er yfir skuldareglunni sem þá má ekki vera yfir. Bankasýslan, sem hefur starfað í tvö og hálft ár eftir að tilkynnt var um að leggja ætti hana niður, verður loks lögð niður.
Samfélagið sem almenningur telur að sé á rangri leið
Nýleg könnun sýnir að einungis 17 prósent svarenda töldu íslenskt samfélag vera á réttri leið og að 57 prósent töldu að hlutdeild almennings í þeim arði sem fæst af nýtingu auðlinda á Íslandi væri ranglát. Önnur könnun sýndi að mikill meirihluti landsmanna væri ósáttur við fiskveiðistjórnunarkerfið, þar sem methagnaður hefur verið síðustu ár og arðgreiðslurnar eftir því. Kakan skiptist þannig að um 70 prósent situr eftir hjá sjávarútveginum en 29 prósent fer til samneyslunnar í gegnum opinber gjöld.
Nokkrar tölulegar staðreyndir um útlendingamál
Þótt ýmsir stjórnmálaflokkar reyni að gera flóttamannamál að meginatriði komandi kosninga þá sýna tölur skýrt að fólki sem kemur hingað í leit að vernd utan þeirra sem er boðið hingað sérstaklega hefur fækkað mikið og kostnaður vegna þess dregist saman. Það er hins vegar rétt að mikil fólksfjölgun, sem hefur verið undirstaða hagvaxtar og afleiðing pólitískrar ákvörðunartöku, hefur haft mikil, og alvarleg, neikvæð hliðaráhrif á húsnæðismarkað. Á heilbrigðiskerfið. Á skólanna okkar, samgöngur, löggæslu og aðra innviði. Ástæðan er fyrst og síðast sú að stjórnvöld hafa ekki fjárfest í velferð til að halda í við vöxt.
Það að eiga heimili eru mannréttindi, ekki forréttindi
Saga húsnæðismála á Íslandi undanfarna áratugi einkennist af stórtækum mistökum sem hafa haft miklar og neikvæðar afleiðingar. Staðan í dag er sú að það ríkir neyðarástand á húsnæðismarkaði. Að leysa það ástand verður ein stærsta áskorun næstu ríkisstjórnar.
„Slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman“
Forystumenn óvinsælustu ríkisstjórnar Íslandssögunnar segja að áframhaldandi samstarf þurfi að byggja á málefnum. Ályktanir landsfundar Vinstri grænna eru þannig að enginn málefnagrundvöllur er lengur til staðar og ljóst er að stjórnin hefur ekki burði til að klára lykilmál. Rikisstjórnarsamstarfinu er efnislega lokið.
Það þurfa allir að spila eftir sömu reglunum
Er betra að eftirlit með þeim oft þremur til fjórum stóru fyrirtækjum sem keppa á íslenskum fákeppnismörkuðum sé minna? Mun það leiða til þess að samfélagsgerðin verði betri, réttlátari og hagkvæmari? Eða leiðir sterkt og virkt eftirlit til þess að hagur neytenda og tækifæri almennings til athafna batna?